Feðgar leika konunglega feðga

Karl Bretaprins og Vilhjálmur Bretaprins.
Karl Bretaprins og Vilhjálmur Bretaprins. AFP

Hinn 13 ára gamli Senan West mun fara með hlutverk Vilhjálms Bretaprins í fimmtu þáttaröð af The Crown. Hinn ungi Senan er sonur leikarans Dominics Wests, sem fer með hlutverk Karls Bretaprins í þáttaröðinni, og munu þeir West-fegðar því fara með hlutverk hinna konunglegu feðga. 

Variety greindi frá þessu í vikunni.

Í fimmtu þáttaröð The Crown verður meðal annars fjallað um andlát Díönu prinsessu en Vilhjálmur Bretaprins var aðeins 15 ára þegar móðir hans lést af slysförum árið 1997. Elizabeth Debicki fer með hlutverk Díönu í þáttunum. 

Nú þegar hafa verið gefnar út myndir af þeim West og Debicki í hlutverki Díönu og Karls og með þeim voru tveir ungir leikarar í hlutverki Vilhjálms og Harrys. Timothee Sambor og Teddy Hawley léku bræðurna í þeirri senu.

Dominic West og Elizabeth Debicki.
Dominic West og Elizabeth Debicki. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda