Sterkur orðrómur er nú á kreiki um að tónlistarkonan Rihanna sé ófrísk. Talið er að Rihanna eigi von á sínu fyrsta barni með rapparanum ASAP Rocky, en þau greindu frá ástarsambandi sínu í maí á þessu ári.
Aðdáendur parsins hafa velt mögulegri óléttunni fyrir sér á samfélagsmiðlum eftir að myndir birtust af Rihönnu taka við heiðursverðlaunum í heimalandi sínu, Barbados, fyrr í vikunni.
Hvorki Rihanna né ASAP hafa tjáð sig opinberlega um orðróminn og því óvíst hvort hann eigi við rök að styðjast. Tíminn mun leiða hið sanna í ljós von bráðar.