Fasteignasalinn Christine Quinn úr Netflix-þáttunum Selling Sunset eignaðist sitt fyrsta barn á árinu. Quinn lítur ekki beint út fyrir að vera nýbúin að eiga barn og trúa ekki allir að Quinn hafi gengið með barnið sjál. Hún hefur meðal annars fengið að heyra það á netinu.
Meðgangan, fæðingin og vikurnar eftir fæðinguna koma fyrir í nýjasta þáttunum af Selling Sunset. Fæðingin var átakanleg og endaði með bráðakeisara. Hörkutólið Quinn í vinnuna í hælaskóm rúmlega viku seinna.
„Af hverju sviðsettir þú óléttuna? Það er fullkomlega í lagi að viðurkenna að fá hjálp frá staðgöngumóður en ekki búa til óraunhæfar væntingar hjá konum sem eru nýbúnar að eiga þegar þú gekkst ekki með barnið sjálf. Það er villandi og niðurlægjandi,“ stóð í skilaboðum sem Quinn fékk send á Instagram að því fram kemur á vef Us Weekly. Hún svaraði skilaboðunum og sagði fólki að hoppa upp í rassgatið á sér.