Missti af jólunum vegna nýburans

Rio og Kate Ferdinand.
Rio og Kate Ferdinand. Skjáskot/Instagram

Kate Ferdinand segist hafa misst af síðustu jólum en þá var hún nýbúin að eignast sitt fyrsta barn, Cree, sem hún á með eiginmanni sínum Rio Ferdinand fótboltakappa.

Í ár ætlar hún ekki að missa af jólunum og er byrjuð að undirbúa þau af fullum kappi.

„Síðustu jól voru öll í móðu, mig minnir að ég hafi verið útskrifuð af spítalanum nokkrum dögum fyrir jól,“ segir Ferdinand í viðtali við The Sun.

„Ég elska að vera kjánaleg og gera skemmtilega hluti með börnunum og ég gat það ekki í fyrra. Við fjölskyldan verðum heima um jólin, í náttfötunum um morguninn og svo klæðum við okkur upp á. Ég neyði alla til þess að vera í eins náttfötum. Unglingsstrákarnir eru ekki ánægðir með það en Tia og Cree elska slíkt,“ segir Ferdinand. Hún og Rio Ferdiand eiga saman soninn Cree en hann á svo þrjú börn frá fyrra sambandi.

„Eftir að ég eignaðist börn þá eru jólin svo sérstök. Það er ekki jafngaman á jólunum þegar maður er ekki innan um börn. Ég elska að horfa á börnin opna gjafirnar. Það er töfrum líkast.“

Aðspurð um jólamatinn segir Ferdinand að galdurinn sé að undirbúa sem mest kvöldið áður. „Á meðan barnið leggur sig þá er ég að flysja kartöflur og undirbúa matinn kvöldið áður. Þannig hefur maður meiri tíma á jóladag með fjölskyldunni.“

Fjölskyldan fer alltaf í eins náttföt á jóladag.
Fjölskyldan fer alltaf í eins náttföt á jóladag. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda