Óaðfinnanleg í fyrsta göngutúrnum

Danielle Lloyd ásamt einkadótturinni, Autumn Rose.
Danielle Lloyd ásamt einkadótturinni, Autumn Rose. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi fegurðardrottning Bretlands, fimm barna móðirin og Onlyfans stjarnan, Danielle Lloyd, eignaðist sína fyrstu dóttur fyrir þremur vikum með eiginmanni sínum, Michael O'neill.

Lloyd hefur leyft aðdáendum sínum að fylgjast með meðgöngunni og nú deilir hún hversdagslegum hlutum úr barnauppeldinu með þeim í gegnum Instagram einnig. Fyrsti göngutúrinn með dóttur í vagni var myndaður en það vakti athygli breskra fjölmiðla hversu vel til höfð Lloyd var þegar hann var farinn. 

Allt í stíl.
Allt í stíl. Skjáskot/Instagram

Sælleg móðirin ýtti fallegum svörtum og hvítum vagni á undan sér og klæddist hvítu ullarsetti sem var samsvarandi vagninum. Kálfasíða ullarpilsið og uppháu stígvélin fóru henni vel. Krullað hárið og óaðfinnnaleg förðunin settu punktinn yfir i-ið. Sjaldan hafa sést jafn glæsilegar fimm barna mæður í göngutúr með nýfætt barn, samkvæmt fréttmiðlinum Daily Mail.   

Nýfædd heimasætan hefur fengið nafnið Autumn Rose og mun hún eflaust njóta verndar fjögurra bræðra sinna, Archie, Harry, George og Noah, í nánustu framtíð. Lloyd gaf það þó út opinberlega að hún væri vel opin fyrir því að eignast sjötta barnið. 

Steve Madden stígvélin eru fullkomin við ullarsettið.
Steve Madden stígvélin eru fullkomin við ullarsettið. Skjáskot/instagram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda