Segist vera pabbinn og biður Khloé afsökunar

Khloé Kardashian og Tristan Thompson.
Khloé Kardashian og Tristan Thompson.

Körfuboltakappinn Tristan Thompson viðurkenndi í byrjun vikunnar að hann ætti soninn sem einkaþjálfarinn Maralee Nichols fæddi í desember. Sonurinn kom undir þegar Thompson var í sambandi með raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian. 

Thompson greindi frá því á Instagram að niðurstaða væri komin í faðernispróf sem hann hefði tekið. Greindi hann frá því að hann væri barnsfaðir Nicholas og að hann tæki fulla ábyrgð á gjörðum sínum. „Nú þegar að faðernið hefur verið staðfest hlakka ég til að ala upp son okkar,“ skrifaði Thompson. Hann baðst einnig afsökunar. 

Í sérstakri færslu bað hann barnsmóður sína og fyrrverandi kærustu Khloé Kardashian afsökunar. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann hélt fram hjá Kardashian-systurinni. 

„Khloé, þú átt þetta ekki skilið. Þú átt ekki skilið hugarangrið og niðurlæginguna sem ég hef valdið þér. Þú hefur ekki átt það skilið hvernig ég hef komið fram við þig í gegnum árin,“ skrifar Thompson sem segist bera mikla virðingu fyrir Kardashian þrátt fyrir gjörðir sínar. Hann bað hana síðan enn og aftur afsökunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda