Fæddi tvíburana heima

Ashley Graham fæddi tvíburana sína heima eftir rúmlega 40 vikna …
Ashley Graham fæddi tvíburana sína heima eftir rúmlega 40 vikna meðgöngu. Skjáskot/Instagram

Tvíburasynir fyrirsætunnar Ashley Graham komu í heiminn á föstudaginn sem leið, 7. janúar. Hún greindi frá því á Instagram og sagði öllum heilsast vel. 

„Það gleður okkur Justin [Erving] að segja frá því að synir okkar eru komnir í heiminn. Þeir fæddust snemma í morgun hér heima og eru hamingjusamir og heilbrigðir,“ skrifaði Graham í story á Instagram og sagðist ætla að taka því rólega næstu daga. 

Graham gekk fram yfir fulla meðgöngu, 40 vikur, með drengina litlu, sem hefur vakið athygli. Hérlendis er miðað við að tvíburameðganga vari ekki lengur en 37 til 38 vikur og er meðallengd tvíburameðgöngu um 36 vikur hér að því er fram kemur á Heilsuveru. 

Tvíburarnir eru annað og þriðja barn foreldra sinna en fyrir eiga þau soninn Isaac sem verður tveggja ára nú í janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda