Vonast til þess að eignast börn

Priyanka Chopra og Nick Jonas.
Priyanka Chopra og Nick Jonas. AFP

Stjörnuhjónin Priyanka Chopra og Nick Jonas binda vonir við að eignast fjölskyldu í framtíðinni. Leikkonan og tónlistarmaðurinn gengu í hjónaband árið 2018 á Indlandi en hafa enn ekki eignast barn.  

„Þau eru stór þáttur af framtíðarvonum okkar,“ sagði Chopra um börn í viðtali við Vanity Fair þegar hún var spurð hvort móðir hennar vonaðist eftir barnabörnum. „Ef guð lofar þá gerist það þegar það gerist.“

Það er mikið að gera hjá Jonas og Chopra en Chopra segir það ekki koma í veg fyrir að þau geti eignast börn. „Nei, við erum ekki of upptekin til að æfa okkur,“ sagði Chopra. Henni finnst ekkert mál að þurfa að hægja á þegar og ef þau eignast barn. „Það er í góðu lagi mín vegna,“ sagði hin 39 ára gamla Chopra. „Okkur finnst það báðum í lagi.“

Priyanka Chopra og Nick Jonas.
Priyanka Chopra og Nick Jonas. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda