Tónlistarkonan Rihanna og kærasti hennar, rapparinn A$AP Rocky, eiga von á sínu fyrsta barni. Bandaríski vefmiðillinn People greinir frá þessu í dag en myndir náðust af parinu í New York borg í Bandaríkjunum um helgina. Á myndunum sýndi Rihanna kúluna í fyrsta sinn.
Sögusagnir voru á kreiki í byrjun desember á síðasta ári að söngkonan væri ólétt en þá svaraði hún engu í fjölmiðlum.
Rihanna og A$AP Rocky hafa verið góðir vinir í mörg ár en staðfestu að þau væru í sambandi árið 2020. Í maí á síðasta ári talaði rapparinn opinskátt um samband sitt við Rihönnu og sagði hana ástina í lífinu sínu.