West biður Guð að sameina fjölskylduna

Kanye West.
Kanye West. AFP

Fjöllistamaðurinn Kanye West birti í gær myndir af börnum sínum og fyrrverandi eiginkonu, Kim Kardashian, á Instagram síðu og bað Guð að sameina fjölskylduna hans. Kardashian sótti um skilnað við West á síðasta ári en hún sagði í viðtali við Vogue, sem birtist í gær, að hún hafi ákveðið að gera breytingar á lífi sínu sem leiddu til skilnaðarins. 

Í viðtalinu sagði Kardashian að hún hafi lengi gert hluti til að gera aðra hamingjusama. Hún hafi hins vegar tekið ákvörðun um að setja sjálfa sig í fyrsta sæti og gera hluti sem gerðu hana hamingjusama. 

West hefur undanfarnar vikur sótt hart að fyrrverandi eiginkonu sinni og börnum í fjölmiðlum. Hefur hann gagnrýnt hana og sagt að hún reyni að halda börnunum frá honum. Þá hefur hann einnig gagnrýnt að elsta dóttir þeirra, North, fái að vera á samfélagsmiðlinum TikTok, en hún er átta ára.

Kardashian fór fögrum orðum um West í viðalinu við Vogue. „Þú getur verið sár og reiður við fyrrverandi manninn þinn, en ég held að fyrir framan börnin þá verði ég alltaf að segja þeim að pabbi þeirra sé bestur. Maður verður alltaf að vera stuðningsmaður þess sem maður elur upp börnin sín með, sama hvað er í gangi í persónulega lífinu,“ sagði Kardashian. 

Fyrr í vikunni fjarlægði West allar myndir af Kardashian og börnum þeirra sem hann hafði áður birt á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by ye (@kanyewest)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda