Adele íhugar að eignast barn á næsta ári

Adele langar í fleiri börn.
Adele langar í fleiri börn. AFP

Tónlistarkonan Adele greindi frá því í breskum spjallþætti að hún væri að íhuga að eignast annað barn. Adele sagði að hún gæti mögulega ekki frestað tónleikum fram á næsta ár vegna barneigna. 

Adele þurfti að fresta tónleikaröð sinni í Las Vegas í janúar með stuttum fyrirvara. Hún ræddi ákvörðunina í spjallþætti Graham Nortons á BBC og sagði að tónleikarnir færu fram á þessu ári. „Þetta mun 100 prósent gerast á þessu ári. Þetta verður að gerast af því ég er með plön fyrir næsta ár. Ímyndaðu þér ef ég þarf að hætta við vegna þess að ég er að fara eignast barn,“ sagði Adele að því fram kemur á vef Hello

Adele hefur verið í sambandi með íþróttaumboðsmanninum Rich Paul síðan í fyrra. Hún skartaði áberandi demantshring á Bresku tónlistarverðlaununum í vikunni og töldu margir að hún væri trúlofuð. Barneignir virðast mögulega vera næsta skref í sambandinu. 

Adele á hinn níu ára gamla Angele sem fyrrverandi eiginmanni sínum, Simon Konecki. „Mig langar að eignast fleiri börn. Ég er bara nýbúin að jafna mig á svefnleysinu síðan ég eignaðist son minn fyrir níu árum,“ sagði tónlistarkonan sem segir að uppeldið gangi vel þrátt fyrir skilnaðinn. 

Adele og Rich Paul.
Adele og Rich Paul. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda