Söngkonan Katharine McPhee og David Foster eiga saman eins árs ára gamlan son Rennie David. Þau eru að finna sig í foreldrahlutverkinu og skemmta sér vel.
„Þetta er frábært. Þetta er best,“ segir McPhee sem vakti athygli allra þegar hún giftist Foster en hann er 72 ára og hún 38 ára.
„Auðvitað koma erfiðar nætur en þetta er svo dýrmætt því þetta er bara eitt augnablik í lífinu og varir ekki að eilífu. Mér þykir bara vænt um þessar stundir.“
Rennie litli er fyrsta barn McPhee en sjötta barn Fosters. En hann á börn á aldrinum 1 til 52 ára.
„Það er frábært að vera pabbi,“ segir Foster í viðtali við People. „Það kann að vera klisja að segja þetta en núna hef ég meiri tíma.“