Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, eða Flóni eins og hann er oftast kallaður, tilkynnti á Instagram um liðna helgi að hann og kærasta hans, Hrafnkatla Unnarsdóttir, ættu von á sínu fyrsta barni.
Flóni, sem er aðeins 24 ára gamall, er einn fremsti rappari landsins en hann skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar hann gaf út lagið Ungir strákar.
Barnavefurinn óskar þeim Flóna og Hrafnkötlu innilega til hamingju!