Mamma þarf að drekka

Mörg fyrirtæki nýta sér bugun foreldra og markaðssetja áfengi og …
Mörg fyrirtæki nýta sér bugun foreldra og markaðssetja áfengi og áfengistengdar vörur til þeirra. Unsplash.com/Zachary

Svo kallaður „mamma þarf að drekka“ kúltur hefur á síðustu árum orðið æ meira áberandi á samfélagsmiðlum og í markaðssetningu. Þreyttir foreldrar verða fyrir barðinu á þessari markaðssetningu þar sem þeir eru hvattir til þess að verðlauna sig með áfengi eftir langan dag með ódælu börnunum.

Það eru engin takmörk fyrir hugmyndaflugi fyrirtækja en til eru meira að segja mæðradagskort sem á stendur: „Mamma, ég elska þig jafnmikið og þú elskar hvítvínsglas eftir að ég er sofnuð“

Hugmyndin er sú að vandamálið er að vera foreldri og lausnin er áfengi.

„Þetta er ekki aðeins áfengisframleiðendum að kenna. Þessi markaðssetning hefur öðlast eigið líf og er komin út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Veronica Valli, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Soberful.

„Þetta á miklu leyti að rekja til áhrifa Sex and the City, öll viljum við vera Carry Bradshaw að einhverju leyti og þar sem það að drekka líkt og karlar var ákveðið femínískt skref.“

Vinkonurnar í þáttunum Sex And The City voru alltaf að …
Vinkonurnar í þáttunum Sex And The City voru alltaf að sulla í víni eftir vinnu og það þótti mjög fínt og fágað. Ljósmynd/Sex And The City

Leiddist svo í mömmuhlutverkinu

Stephanie Brando á tvö börn og segir að foreldrahlutverkið hafi reynt mjög á, sérstaklega þegar börnin voru ung og þá drakk hún mikið. „Þegar börnin voru 3 og sex mánaða þá var maðurinn minn mikið í burtu og ég var ein með börnin. Lífið mitt einkenndist allt í einu af löngum og leiðinlegum tímabilum, mér leiddist, ég var stressuð og allir öskruðu og grétu á víxl. Ég hafði það fyrir sið að hella hvítvíni í glas, setja það inn í ísskáp. Þá gat ég látið mig hlakka til þess eftir að börnin voru sofnuð,“ segir Brando sem hefur verið edrú í fimm ár. Hún var orðin þreytt á að láta börnin sjá sig þunna alla daga. 

„Málið með áfengi er að það hefur á sig svo heillandi ímynd og maður fattar ekki hversu ávanabindandi það er fyrr en of seint. Ég hugsaði alltaf að fyrst ég væri ekki að missa mig eða fara í black-out þá þyrfti ég ekki að hætta. En maður þarf ekki að fara á botninn til þess að þurfa að hætta.“

Áfengið orðin hækja

Antonia Hoyle er blaðakona sem segir frá reynslu sinni af foreldradrykkjunni og hvernig hún náði að snúa við blaðinu:

„Ég hafði drukkið mikið á ungdómsárum mínum en eftir að ég eignaðist börn mín um þrítugt drakk ég minna en áfengið skipti hins vegar meira máli í lífi mínu. Mín kynslóð var með þeirri fyrstu sem fengu ítrekað þau skilaboð í umhverfinu að áfengi væri lífsbjörg fyrir foreldra. Ég man ekki til þess að foreldrar mínir hafi alltaf haft áfengi um hönd en nú var áfengið orðið hækja fyrir mig til þess að geta slakað á eftir erfiðan dag með börnunum,“ segir Antonia Hoyle í pistli sínum á Daily Mail.  

„Alltaf þegar maður fer á samfélagsmiðla eða horfir á sjónvarpsauglýsingar er verið að ýta undir að foreldrar fái sér áfengi í lok erfiðs dags með börnunum. Ég fékk meira að segja tækifæriskort sem á stóð: „Við erum sterkar konur að ala upp sterk börn og þurfum því sterkt vín.“ og „Brunch án Prosecco er bara lélegur morgunverður.“

Dóttir Hoyle að blanda drykk fyrir mömmu sína.
Dóttir Hoyle að blanda drykk fyrir mömmu sína. Skjáskot/Instagram

Kenndi dótturinni að blanda kokteila

„Dóttir mín sagði mér eitt sinn að henni líkaði það ekki þegar ég væri drukkin. Engu að síður hélt ég áfram að kenna henni að blanda kokteila fyrir mig í samkomubanninu. Drykkjan var orðin hluti af sjálfsmynd minni og minnti mig á þegar ég var upp á mitt besta og alltaf í stuði.“

„Þegar ég var með börnunum mínum reyndi ég að hlusta á þau segja mér frá deginum en á sama tíma beið ég eftir að þau kláruðu svo ég gæti nælt mér í eina hvítvín úr ísskápnum.“

„Síðastliðinn nóvember var ég útbrunnin. Ég hélt að það væri vegna álagsins sem fylgdi því að vera vinnandi foreldri. Ég tók mér mánaðarlangt leyfi til þess að ná mér en drakk alla daga, nema jóladag. Loks hætti ég að drekka í janúar. Ég hafði oft tekið þátt í þurrum janúar en nú hvíslaði að mér rödd sem sagði hvað ef þú bara byrjar ekki aftur?“

Ryksugar þegar löngunin í vín kemur upp

„Ég hélt mér við efnið og leitaði stuðnings. Svo fannst mér gott að skipta áfenginu út fyrir jurtate, ótakmarkað dökkt súkkulaði og ryksugaði alltaf allt þegar það fór að nálgast sá tími dags sem ég var alltaf dottin í vínið. Og ég er ekki ein um það. Mér skilst að margir leiti skjóls í húsverkin þegar langanirnar láta á sér kræla. Bara gott um það að segja!“

„Ég er í stuðningshópi á netinu og fæ tölvupóst daglega sem hvetur mig áfram og minnir mig á hvað það er gott að byrja daginn án þess að vera þunnur. Svo hjálpa öndunaræfingar og hugleiðsla mikið þegar streitan tekur völd. Stundum langar mig svo mikið í hvítvín að ég gæti öskrað, en þá anda ég djúpt og minni mig á að ég þarf ekki að deyfa mig til þess að lifa daginn af. Þetta verður auðveldara með hverri vikunni sem líður.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda