Mikil blessun að eiga von á öðru barni

Joe Jonas og Sophie Turner eiga von á sínu öðru …
Joe Jonas og Sophie Turner eiga von á sínu öðru barni. AFP

Stjörnuhjónin Sophie Tuerner og Joe Jonas eiga von á sínu öðru barni. Hjónin eiga fyrir dóttur sem er að verða tveggja ára. Foreldrahlutverkið hefur mikil áhrif á hvernig störf hjónin taka að sér. 

„Þetta er það sem lífið snýst um að mínu mati – að ala upp næstu kynslóð,“ segir leikkonan Turner í viðtali við Elle. „Það besta við lífið er að sjá dóttur mína styrkjast meira og meira. Við erum svo spennt að stækka fjölskylduna. Það er þvílík blessun.“

Game of Thrones-stjarnan kann best við sig þegar allt er í röð og reglu. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Joe Jonas, neyðist hins vegar til þess að ferðast á milli borga á tónleikaferðalögum sínum. Í fyrra flutti hún alla fjölskylduna til Atlanta í níu mánuði til þess að taka upp þættina The Staircase.

„Ég flyt allt, dóttur mína, allt húsið mitt. Hótelherbergi eru ekki í boði lengur. Við fengum hús og ákváðum að vera þar. Ég gat ekki sleppt því að fara heim til dóttur minnar í lok dags. Starf Joes gengur út á að fara frá einni borg til þeirrar næstu á hverju kvöldi. Ég hef lengri tíma á hverjum stað svo það rétta í stöðunni var að hafa hana hjá mér.“

Þegar fjölskyldan er ekki á flakki býr hún í Flórída. „Við erum heppin að búa í Miami. Það er gott veður og við búum við vatn. Við reynum að vera eins slök og við getum og njóta tímans saman af því það gerist ekki svo oft. Við ferðumst svo mikið.“

Sophie Turner segir mikilvægt að ala upp næstu kynslóð.
Sophie Turner segir mikilvægt að ala upp næstu kynslóð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál