Fyrsta barn Egils og Thelmu komið í heiminn

Egill og Thelma þegar þau tilkynntu um væntanlegan erfingja.
Egill og Thelma þegar þau tilkynntu um væntanlegan erfingja. Ljósmynd/Facebook

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder og Thelma Gunnarsdóttir greindu frá því á dögunum að þeim hafi fæðst lítill drengur þann 10. maí, síðastliðinn.

Egill deildi gleðifréttunum á Instagram ásamt myndum og myndböndum af litla gullmolanum og nýbökuðum foreldrunum.

„Fallegi drengurinn okkar mætti með hraði þriðjudaginn 10. maí og foreldrarnir gætu ekki verið hamingjusamari,“ skrifaði hann við myndafærsluna. 

Drengurinn er fyrsta barn parsins en þau hafa verið par frá táningsaldri. Á menntaskólaárunum gengu þau Egill og Thelma bæði í Verzlunarskóla Íslands og lögð þar stund á nám á sínum tíma.

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með nýjustu viðbótina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda