Fyrsta barn Egils og Thelmu komið í heiminn

Egill og Thelma þegar þau tilkynntu um væntanlegan erfingja.
Egill og Thelma þegar þau tilkynntu um væntanlegan erfingja. Ljósmynd/Facebook

Útvarps­maður­inn Eg­ill Ploder og Thelma Gunn­ars­dótt­ir greindu frá því á dög­un­um að þeim hafi fæðst lít­ill dreng­ur þann 10. maí, síðastliðinn.

Eg­ill deildi gleðifrétt­un­um á In­sta­gram ásamt mynd­um og mynd­bönd­um af litla gull­mol­an­um og ný­bökuðum for­eldr­un­um.

„Fal­legi dreng­ur­inn okk­ar mætti með hraði þriðju­dag­inn 10. maí og for­eldr­arn­ir gætu ekki verið ham­ingju­sam­ari,“ skrifaði hann við mynda­færsl­una. 

Dreng­ur­inn er fyrsta barn pars­ins en þau hafa verið par frá tán­ings­aldri. Á mennta­skóla­ár­un­um gengu þau Eg­ill og Thelma bæði í Verzl­un­ar­skóla Íslands og lögð þar stund á nám á sín­um tíma.

Barna­vef­ur­inn ósk­ar þeim hjart­an­lega til ham­ingju með nýj­ustu viðbót­ina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda