Örn Árnason rifjar upp gömlu góðu Afa taktana með því að lesa fyrir börnin. Afi og Storytel bjóða börnunum í notalega sögustund. Hjá afa má slappa af og læra um allt á milli himins og jarðar, hlusta á nýjar og gamlar sögur og kynnast því hvernig lífið var hér áður fyrr.
Sögustund með Afa er hljóðsería í tíu hlutum. Fyrstu fimm sögustundirnar verða aðgengilegar á Storytel, næstkomandi laugardag hinn 14. maí. Í fyrstu sögunni segir Afi frá þjóðsögum og hvaðan þær komu. Afi segir frá spennandi atvikum úr æsku og fer með lesendur upp um fjöll og firnindi.
Sjónvarpsþátturinn Með Afa var á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagsmorgnum frá árinu 1987 til 2006. Sérstök auka þáttaröð með 24 þáttum var gefin út árið 2015 og því ættu nútíma foreldrar að geta átt góðar stundir með afkvæmum sínum og rifjað upp notalegar stundir úr æsku um leið og Afi eignast nýjan aðdáendahóp.