Ice-T svarar tröllum

Mæðgurnar Chanel og Coco
Mæðgurnar Chanel og Coco Ljósmynd/Instagram

Rapparinn Ice-T svarar nettröllum sem setja út á að sex ára dóttir hans sé í kerru. Ice-T var í fjölskyldu fríi á Bahama-eyjum ásamt konu sinni Coco Austin og dóttur þeirra Chanel. Coco setur speglamynd á samfélagsmiðla þar sem dóttir þeirra situr í kerru.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem parið verður fyrir aðkasti vegna uppeldisaðferða sinna. Rapparinn sendi út tíst í gær þar sem hann skrifar „Lol... CNN í alvöru hafið þið ekkert betra að tala um,“ sagði Ice-T og lét nokkur blótsyrði fylgja með. 

Einn skrifaði við myndina: „Er hún ekki orðin 6 ára! Hún á ekki að vera lengur í kerru“. Annar skrifaði:„Það er eins og hana langi bara ekkert að vera í kerrunni.“

Aðrir reyndu að verja parið fyrir árásunum og spurðu af hverju fólk væri eiginlega að velta sér upp úr þessu. Vel gæti verið að foreldrunum þætti þægilegra að ferðast með dóttur sína í kerru, heldur en að halda á henni þegar hún væri þreytt.

View this post on Instagram

A post shared by Coco (@coco)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda