Fagnar líkamanum eftir tvíburafæðingu

Ashley Graham.
Ashley Graham. Samsett mynd.

Ofurfyrirsætan Ashley Graham fagnar líkama sínum eftir að hafa tekið á móti tvíburastrákunum sínum í ársbyrjun. „Þetta er sterki líkaminn minn fimm mánuðum eftir fæðingu, bara alveg eins og hann er.“ 

Á dögunum birti fyrirsætan myndband af sér á Instagram reikningi sínum þar sem hún sýndi líkama sinn í undirfötum. „Ég birti þetta myndband fyrir allar mömmur sem hafa ekki og munu kannski aldrei endurheimta sitt fyrra form, og fyrir alla sem þurfa áminningu um að líkaminn þeirra sé fallegur í sinni raunverulegustu mynd,“ sagði Graham. 

Graham hefur verið mikill innblástur fyrir konur víða um heim, en hún hvetur aðdáendur sína til að elska líkama sinn í öllum formum og á öllum stigum lífsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda