5 ráð þegar börn eru óþekk

Það er mikilvægt að einblína á hegðunina en ekki barnið …
Það er mikilvægt að einblína á hegðunina en ekki barnið sjálft. mbl.is

Foreldrar barna sem teljast gáfuð og örugg virðast hallast að vissum uppeldisaðferðum þegar börnin eru óþekk. 

Eitt það mikilvægasta sem foreldri getur gert er að viðurkenna og hrósa barninu fyrir jákvæðar venjur og þegar það nær ákveðnum markmiðum í lífinu. Þetta byggir upp sjálfstraust þeirra og hvetur þau áfram til góðra verka.

En ekkert barn er fullkomið og stundum gerir það eitthvað sem það ætti ekki að gera. Þá skipta viðbrögð foreldra öllu máli. 

1. Alltaf að varpa ljósi á hegðunina

Það er alltaf betra að hrósa fyrir ákveðna hegðun frekar en persónuna í heild sinni. Það er tvennt ólíkt að segja, „Þú ert frábær!“ eða „Vel gert hjá þér!“ og „Gott hjá þér að ganga frá eftir þig!“

Með þessum hætti eru börn ekki alltaf undir smásjá með að vera annað hvort „góð“ eða „slæm“. Þau fá gagnrýni fyrir hegðunina, sem alltaf má breyta til hins betra.

Að sama skapi á að skamma þau fyrir hegðunina eins og til dæmis, „Mér líkar það ekki þegar þú lemur bróður þinn“ frekar en „Þú ert slæmur bróðir“.

2. Nota ekki skömm heldur samviskubit

Adam Grant prófessor í sálfræði segir að það að höfða til samviskunnar til að skamma barnið sé betra en að láta það skammast sín. Skömmin sé ekki vænleg til árangurs. Samviskan getur hins vegar virkað sterkt í mörgum tilvikum.

Samviskan fær barnið til að hugsa sig um hvernig ákveðin hegðun missti marks. Samviskan fær börn til þess að sjá eftir hlutunum og hugsa um hvernig hinni manneskjunni leið.

3. Byggja upp sjálfsvirði

Grant mælir með því að biðja börn á leikskólaaldri til þess að verða hjálparar. Það að fá börn til þess að taka þátt í daglegum verkefnum fær þau til þess að þróa með sér samúð og fær þau til að líða líkt og þau hafi mikið fram að færa. Betra er að byrja á þessu meðan þau eru enn ung svo þau venjist því að hjálpa öðrum.

 4. Talað um tilfinningar

Það er mikilvægt að eiga opin samtöl um tilfinningar. Spurðu barnið til dæmis út í það hvernig því leið þegar það til dæmis öskraði á systur sína og hvernig systurinni gæti hafa liðið að láta öskra á sig. Það er líka kjörið tækifæri að ræða um tilfinningar meðan verið er að lesa myndskreyttar bækur. 

5. Forðast að múta

Stundum gefast foreldrar upp og byrja að múta börnunum fyrir góða hegðun. En margir sérfræðingar mæla gegn því. Mútur virka bara til skamms tíma. Það á ekki að þurfa að kaupa sér góða hegðun. Foreldrar eiga að ná til barnsins á þann hátt að barnið kjósi frekar að hegða sér vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda