Íhuga barneignir

Rich Paul og Adele.
Rich Paul og Adele. AFP

Barneignir virðast vera ofarlega í huga söngkonunnar Adele og kærasta hennar, umboðsmannsins Rich Paul, en þau hafa nú bæði tjáð sig um mögulegar barneignir í náinni framtíð. Adele og Paul hafa verið saman síðan í fyrra, en orðrómur fór af stað um mögulega trúlofun, þegar Adele sást skarta glæsilegum demantshring á bresku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu. 

Paul opnaði sig á dögunum um föðurhlutverkið í viðtali við E news! þar sem hann sagðist vera spenntur fyrir að verða „öðruvísi faðir“ í framtíðinni. Paul er þriggja barna faðir, en hann var ungur þegar hann tók á móti sínu fyrsta barni. 

Adele og Rich Paul.
Adele og Rich Paul. AFP

„Það var erfitt að vera ungur faðir að byggja upp fyrirtæki,“ sagði hann. „En núna þegar ég er orðinn eldri, ef ég myndi eignast fleiri börn, þá hlakka ég til að verða öðruvísi pabbi.“ Hann er þakklátur fyrir reynsluna sem ungt foreldri, en er staðráðinn í því að næst vilji hann verða þolinmóðari faðir. 

Fyrr á árinu greindi Adele sjálf frá því að hún væri að íhuga að eignast annað barn á næsta ári. Adele á fyrir níu ára gamlan son, Angele, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Simon Konecki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda