Orðinn pabbi og unnusti

Post Malone á MTV VMA-verðlaunahátíðinni.
Post Malone á MTV VMA-verðlaunahátíðinni. AFP

Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar hjá tónlistarmanninum Post Malone sem er orðinn pabbi og unnusti. Malone og unnusta hans eignuðust stúlku á dögunum, en hann hefur hvorki greint frá nafni unnustu sinnar né barnsins þeirra. 

Malone greindi frá því að hann ætti von á barni í maí síðastliðinn, en barnsmóðir hans kýs að halda sig fjarri sviðsljósinu. Þó hafa orðrómar farið af stað um að unnusta hans sé æsku ástin hans, Ashley Diaz.

Hinn 12. júní síðastliðinn kom Malone fram í þættinum The Howard Stern Show þar sem hann ræddi um innblásturinn á bakvið tónlistina sína. Þegar hann var spurður út í kærustuna var Malone ekki lengi að leiðrétta spyrilinn, „hún er unnusta mín.“

„Ég er spenntur fyrir þessum næsta kafla í lífinu mínu. Ég hef aldrei verið hamingjusamari og síðan ég man eftir mér hef ég alltaf verið leiður,“ sagði Malone í samtali við E News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda