Post Malone gefur út barnafatalínu

Post Malone.
Post Malone. AFP

Tónlistarmaðurinn Post Malone gaf út barnafatalínu á dögunum en hann tilkynnti nýverið að hann hafi tekið á móti sínu fyrsta barni fyrr í þessum mánuði. 

Það virðist vera sem Post Malone hafið verið mjög spenntur fyrir því að verða pabbi og látið verða að því að gefa út rokkaða barnafatalínu í kjölfar þess. Barnafatalínan hefur fengið heitir PostyCo Kids og státar af lítilli og krúttlegri teiknimyndapersónu í anda Post Malones.

Aðeins það besta fyrir litla rokkara

PostyCo Kids fatnaðurinn er úr 99% mjúkri bómull sem þægilegt er fyrir börn að klæðast. Þá inniheldur fatalínan stutterma- og langermaboli, hettupeysur, derhúfur og samfellur, ætlaðar yngstu aðdáendum Post Malones. Fréttamiðilinn People greindi frá.

„PostyCo Kids barafatalínan innheldur fatnað fyrir allar litlar rokkstjörnur í ýmsum stærðum, allt frá ungabörnum, leikskólabörnum og til táninga,“ segir á heimasíðu fatalínunnar. „Litlu börnin okkar geta rokkað feitt í ýmsum fatnaði og fylgihlutum frá PostyCo Kids sem innblásinn er af grafík af Post Malone.“ 

Það hefur verið nóg um að vera hjá tónlistarmanninum upp á síðkastið. Ásamt því að haga eignast litla stúlku fyrr í mánuðinum með unnustu sinni sem hefur kosið að halda huldu höfði þá gaf hann einnig út plötuna Twelve Carat Toothache þann 4. júní, síðastliðinn.

Ýmsar getgátur hafa verið á kreiki um að unnusta og barnsmóðir Post Malones sé  fyrrverandi kærasta hans, Ashlen Diaz, en það hefur ekki fengið staðfest. Eftir að upp úr sambandi Malones og Diaz flosnaði í lok árs 2018 hefur sést til hans eiga vingott við aðrar konur. Það er því ekkert víst að þau Diaz hafi tekið upp þráðinn að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda