Hugmyndir að ódýrri skemmtun fyrir börnin

Nú er sumarfrí í skólum landsins og mörgum leikskólum. Mörgum foreldrum finnst oft áskorun að hafa ofan af fyrir börnum sínum marga daga í röð þegar fjölskyldan er í fríi. Barnavefurinn tók saman nokkrar hugmyndir að ódýrri skemmtun fyrir börnin.

Fara í hjólaferð 

Hjóla í heimsókn og tilbaka er sniðug hugmynd, þá færð þú og barnið smá hvíld á milli ferða. 

Fara í lautarferð 

Leyfa barninu að taka þátt í að útbúa nestið og fara svo út. Finna skemmtilegan eða notalegan stað í náttúrunni og njóta þess að borða nestið. Muna að taka svo allt ruslið með heim. 

Tjalda í garðinum 

Það þarf ekki að ferðast langt til að fara í útilegu. Að tjalda í garðinum er næg skemmtun út af fyrir sig og ekki þarf alltaf að gista í tjaldinu. 

Kríta listaverk 

Börn frá unga aldri geta leikið sér með krítar og er skemmtileg afþreying sem eflir ímyndunaraflið.

Búa til heimagerðan leir 

Bæði að búa til leirinn og svo leika með hann þegar hann er tilbúin er góð afþreying fyrir litlar hendur.

Kaupa blóm eða fræ

Og setja þau niður með barninu. Um að gera að fá þau til að hjálpa til og leyfa þeim að vera með í garðvinnu.

Fara á bókasafn

Bókasöfn landsins eru full af ævintýrum í sögum fyrir börnin, mörg bókasöfn bjóða einnig upp á fjölbreytta afþreyingu.

Búa til bingó spjald eða ratleik

Það er hægt að nota þetta á marga vegu. Hægt að nota þetta í göngutúr, bíltúr eða í heimsókn hvert sem er. Ef þið eruð á leiðinni á bókasafn er hægt að hafa mismunandi dýr, liti og tölur á blaðinu sem barnið þarf að finna. 

Búa til virki 

Það er hægt að búa til virki bæði innan og utandyra. Börn geta búið til sinn eigin ævintýraheim.

Fara í skógarferð 

Skógar eru spennandi og margt og mikið fyrir börnin að upplifa og sjá þar.

Lita steina

Fara í göngutúr og finna steina sem börnin geta svo málað og búið til sín eigin listaverk. 

Fara og skoða endurnar og aðra fugla

Endur eru við marga læki og vötn á landinu öllu. Fyrir eldri börnin getur verið skemmtilegt að útbúa örlítið bingóspjald yfir fuglategundir eða telja hversu margar fuglategundir þið sjáið í einni ferð.

Fara í fjöruferð

Skoða hvað finnst í fjörunni og í sjónum.

Prófa nýjar sundlaugar 

Börn sem hafa gaman af því að fara í sund hafa líklega gaman af því að prófa nýjar sundlaugar en þau eru vön.

Fljúga flugdreka 

Það vantar ekki vindinn á íslenskum sumrum og þetta getur verið skemmtileg leið til að njóta útiveru með barninu. Fyrir þá foreldra sem eru ekki með tíu þumalfingur getur verið skemmtilegt að föndra sinn eigin flugdreka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda