Grínistinn og leikarinn Pete Davidson segir að draumur hans sé að verða faðir. Davidson er í sambandi með raunveruleikastjörnunni og athafnakonunni Kim Kardashian sem á fjögur börn og hefur Davidson því aðeins fengið að kynnast því hvernig er að vera stjúpfaðir.
„Ég held að það sé virkilega gaman og ég er að nýta tíman núna til að vinna í mér svo ég geti verið besti maðurinn fyrir lítinn einstakling,“ sagði Davidson í viðtali við Kevin Hart í þættinum Hart to Heart.
Hart og Davidson ræddu einnig æsku sína og þau áföll sem þeir fóru í gegnum. Hvernig þeirra upplifanir hafa haft áhrif á þeirra líf og hvernig þeir noti oft kímni til að vinna úr sínum málum.
Sjá má hluta úr viðtalinu hér.