Varð ófrísk í miðju tæknifrjóvgunarferli

Selling Sunset-stjarnan Heather Rae El Moussa á von á sínu …
Selling Sunset-stjarnan Heather Rae El Moussa á von á sínu fyrsta barni. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan og fasteignasalinn Heather Rae El Moussa á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Tarek El Moussa. Fréttirnar komu þeim hjónum verulega á óvart þar sem þau voru í miðju tæknifrjóvgunarferli. 

„Þetta var mikið áfall,“ sagði Heather í samtali við People. „Við áttum bara ekki von á þessu. Ég held að þegar við áttum síst von á því og það var ekkert stress í lífi okkar þá haf heimurinn fært okkur það sem átti að vera. Ég er svo spennt yfir því að þetta hafi gerst svona,“ sagði hún. 

Parið hefur verið saman síðan 2019, en þau giftu sig haustið 2021. Tarek á fyrir tvö börn, Taylor og Brayden með fyrrverandi unnustu sinni Christina Hall. 

Í árslok 2021 hófst barneignarferli hjónanna þar sem þau frystu egg. Síðan hefur Heather leyft aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu á Instagram, en með því vonaðist hún til þess að hjálpa öðrum konum sem glíma við ófrjósemi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda