Gurrý komin með nýtt hlutverk

Gurrý Torfadóttir getur nú kallað sig Gurrý amma.
Gurrý Torfadóttir getur nú kallað sig Gurrý amma. Skjáskot/Facebook

Líkamsræktardrottningin Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, er orðin amma. Gurrý deildi þessum gleðifréttum á Facebook fyrir helgi.

Sonur Gurrýar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Markúsar Más Þorgeirssonar, Þorgeir Markússon varð faðir á dögunum. Hann og Emilía Anna Þorbjörnsdóttir eignuðust lítinn dreng. 

„Nýjasta hlutverkið mitt er að fá að vera amma þessa litla drengs.
Elsku Þorgeir Markússon og Emilía Anna Þorbjörnsdóttir til hamingju með drenginn ykkar. Hann er svo blessaður að fá ykkur sem foreldra í þessu lífi. Gurrý amma smellpassar bara á mig,“ skrifaði Gurrý við færsluna.

Gurrý er einn helsti líkamsræktarfrömuður þessa lands. Hún var þjálfari í þáttunum The Biggest Looser á sínum tíma en í dag rekur hún líkamsræktarstöðina Yama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda