Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian fagnaði 10 ára afmæli dóttur sinnar, Penelope á dögunum. Kardashian systurnar eru þekktar fyrir að halda sérlega glæsilegar afmælisveislur fyrir börnin sín þar sem öllu eru tjaldað til og var afmæli Penelope engin undantekning.
Afmæli Penelope var hin fullkomna bleika afmælisveisla, en þær mæðgur plönuðu veisluna saman. „Ég elska að leyfa krökkunum mínum að velja þegar kemur að því að halda upp á afmæli þeirra. Við búum til Pinterest borða saman þar sem hún segir mér allar hugmyndir sínar og ég hjálpa henni að koma þeim í framkvæmd,“ sagði Kardashian í samtali við Poosh.
Þema afmælisins var pastelbleikt og var bakgarður Kourtney skreyttur hátt og lágt með blöðrum, blómum og bleikum kræsingum.
Kardashian á þrjú börn, þau Mason, Penelope og Reign með fyrrverandi kærasta sínum Scott Disick. Þau hættu saman árið 2015 eftir níu ára samband, en nú er Kardashian gift tónlistarmanninum Travis Barker.