Orðinn pabbi í áttunda sinn

Tónlistarmaðurinn Nick Cannon er nú orðinn átta barna faðir.
Tónlistarmaðurinn Nick Cannon er nú orðinn átta barna faðir.

Tónlistarmaðurinn Nick Cannon tók á móti sínu áttunda barni á dögunum. Þetta er fyrsta barn Cannon og fyrirsætunnar Bre Tiese, en hann á fyrir sjö börn með fjórum konum og það virðast vera fleiri börn á leiðinni. 

Tiese deildi myndum frá fæðingunni á Instagram, en þar skrifar hún: „Ég gat það. Algjörlega náttúruleg heimafæðing án lyfja.“ Hún sagði upplifunina hafa verið auðmýkjandi og styrkjandi. „Þessi reynsla hefur breytt mér að eilífu og ég hefði ekki getað beðið um magnaðri og stuðningsríkari maka.“

View this post on Instagram

A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi)

Sögusagnir herma að Cannon eigi von á tvíburum með fyrirsætunni Abby de la Rosa, en þau eiga fyrir tvíbura sem fæddust í júní 2021. Sá mánuður reyndist viðburðaríkur í lífi Cannon þar sem hann tók einnig á móti syni með Alyssu Scott sem var fjórða barn Cannon á árinu. 

Cannon á skrautlega ástarsögu að baki, en hann var giftur söngkonunni Mariah Carey frá 2008 til 2016 og eiga þau saman tvíburana Monroe og Moroccan Scott. Þar að auki deilir hann tveimur börnum með fyrrum kærustu sinni Brittany Bell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda