Söngkonan Jessie J segist vera að reyna að eignast barn á ný en hún missti fóstur á síðasta ári. Hún segir að líkaminn hennar sé að breytast og hún sé ánægð með það.
Hin 34 ára gamla Íslansvinkona hefur talað opinskátt um glímu sína við ófrjósemi. Hún var greind með endómetríósu árið 2014 og sögðu læknar henni að hún gæti þurft að fara í legnám. Hún hefur einnig verið opin varðandi fósturmissinn.
„Ég er búin að þyngjast og ég er ekki búin að fara í ræktina mjög lengi, en mér líður samt mjög vel. Ég er ekki 17 ára lengur og mig langar til að búa til barn og ég er að reyna það og líkaminn er að breytast í kjölfarið,“ sagði söngkonan á tónleikum í London um helgina.
Hún segist loksins vera komin á stað þar sem henni líði vel og sé ekki enn þá týnd í Hollywood eins og hún er búin að vera síðustu ár. Hún segist vera hamingjusöm og spennt fyrir framtíðinni.