Raunverkuleikastjarnan Mama June vill ekki að dóttir hennar Alana Thompson, betur þekkt sem Honey Boo Boo, fari í magaermisaðgerð til að grennast. Hún segir að ef að hún vilji virkilega fara í aðgerðina eigi hún að bíða til 18 ára aldurs en aðgerðin er í næsta mánuði og Alana er aðeins 17 ára.
June er ekki með forræði yfir Alönu og getur því ekki bannað henni formlega að fara í aðgerðina. Systir hennar, Pumpkin, er með forræði og hefur skrifað undir pappíra til að leyfa aðgeraðina. June segist ætla að ræða við Pumpkin og fá hana til að stoppa þetta.
Alana hefur verið óánægð með þyngd sína lengi en móðir hennar hefur farið í sambærilega aðgerð til að grennast. Hún grenntist í smá tíma en þyngdist svo aftur um rúm 50 kíló. Hún hefur því ekki trú á svona aðgerðum.