Langar í fleiri börn með Bloom

Katy Perry.
Katy Perry. AFP

Tónlistarkonuna Katy Perry langar til að eignast fleiri börn með unnusta sínum Orlando Bloom. Hún segir það hafa verið sérstaka upplifun að eignast dóttur sína Daisy Dove í heimsfaraldrinum. 

Dóttir þeirra kom í heiminn í ágúst 2020 þegar faraldurinn var í hámarki. Perry segist þó ekki myndu vilja breyta upplifun sinni. 

„Það var bara svo áhugavert að eignast barn á meðan faraldurinn geisaði því allt stöðvaðist nema þetta,“ sagði Perry í viðtali við People. Þegar kemur að frekari barneignum með Bloom sagðist hún tilbúin í hvað sem væri.

„Þannig að, auðvitað, vonandi í framtíðinni,“ sagði Perry.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda