Tónlistarkonuna Katy Perry langar til að eignast fleiri börn með unnusta sínum Orlando Bloom. Hún segir það hafa verið sérstaka upplifun að eignast dóttur sína Daisy Dove í heimsfaraldrinum.
Dóttir þeirra kom í heiminn í ágúst 2020 þegar faraldurinn var í hámarki. Perry segist þó ekki myndu vilja breyta upplifun sinni.
„Það var bara svo áhugavert að eignast barn á meðan faraldurinn geisaði því allt stöðvaðist nema þetta,“ sagði Perry í viðtali við People. Þegar kemur að frekari barneignum með Bloom sagðist hún tilbúin í hvað sem væri.
„Þannig að, auðvitað, vonandi í framtíðinni,“ sagði Perry.