Fimm ráð til að undirbúa barnið fyrir haustið

Það getur verið erfitt að koma sér í rútínu fyrir …
Það getur verið erfitt að koma sér í rútínu fyrir skólann. Ljósmynd/Pexels/Gustavo Fring

Nú þegar verslunarmannahelgin er afstaðin og sumarið að líða undir lok styttist í að skólar hefji göngur sínar á ný. Margir foreldrar kannast eflaust við hve erfitt getur verið að komast aftur í svefnrútínu eftir sumarið. Því er mikilvægt að byrja fyrr en seinna og tókum við því saman fimm ráð sem auðvelda ferlið. 

1. Byrjaðu tímanlega.

Gott er að taka ferlið í nokkrum skrefum og byrja á því að fara aðeins fyrr upp í rúm og aðeins fyrr á fætur. Með tímanum er svo hægt að stilla vekjaraklukkuna fyrr og fyrr þar til allir eru farnir að vakna á réttum tíma. 

2. Komdu reglu á svefninn. 

Til að koma reglu á líkamsklukkuna er mikilvægt að fara upp í rúm og á fætur á svipuðum tíma, líka um helgar. 

3. Takmarkaðu skjánotkun á kvöldin. 

Þetta ráð á við um unga jafnt sem aldna. Skjánotkun hefur slæm áhrif á svefn og því er mælt með því að sleppa allri skjánotkun síðustu eina til tvær klukkustundirnar fyrir svefn. Í staðinn er tilvalið að eiga rólega stund með fjölskyldunni og lesa, lita eða púsla.

4. Komdu á rólegum kvöldvenjum. 

Áður en farið er að sofa er mikilvægt að koma ró á heimilið, en þá er tilvalið að fá alla fjölskylduna til að taka þátt í því að búa til rólega kvöldrútínu. Gott er að dimma ljósin og búa til notalega stemmningu áður en haldið er í háttinn. Með tímanum mun rútínan auðvelda slökun og í kjölfarið svefn. 

5. Hugaðu að réttum svefnaðstæðum í svefnherberginu.

Það er mikilvægt að hafa hitastig svefnherbergisins rétt og er mælt með því að það sé hæfilega svalt, en of heitt eða of kalt loft getur truflað svefninn. Þá er mikilvægt að tryggja að gott myrkur sé í svefnherberginu með því að vera með góðar myrkvagardínur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda