Wilde hafði betur

Olivia Wilde og Jason Sudeikis eiga standa í forræðisdeilum
Olivia Wilde og Jason Sudeikis eiga standa í forræðisdeilum AFP

Leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde hafði betur gegn barnsföður sínum, leikaranum Jason Sudeikis, í fyrstu umferð í forræðisdeilu þeirra. Page Six greinir frá.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að málið yrði tekið fyrir í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum, en ekki New York ríki, þar sem Kalifornía væri heimaríki barnanna. Wilde og Sudeikis eiga saman tvö börn, þau Otis og Daisy sem eru 8 og 5 ára.

Bæð vilja þau hafa fullt forræði yfir börnum sínum. Wilde vill búa í Los Angeles hluta árs og í Lundúnum á Bretlandi hluta árs, þar sem kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Harry Styles býr. Sudeikis vill að börnin dvelji hjá honum í New York borg.

Af þeim sökum fór Sudeikis fram á að málið yrði tekið fyrir í New York ríki en ekki í Kaliforníu.

Su­deikis og Wilde voru trú­lofuð en hættu sam­an í nóv­em­ber 2020. Stuttu eft­ir sam­bands­slit­in var sam­band Wilde og Harrys Sty­les op­in­bert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda