Borgaði upp allar meðlagsskuldirnar

Tristan Thompson.
Tristan Thompson. AFP

Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson er farinn að borga barnsmóður sinni, Maralee Nichols, meðlag. Lögfræðingur Thompson sagði frá því að hann væri nú með hreint borð og væri búinn að borga upp allar gamlar meðlagsskuldir.

Það kemur fram á vefnum PageSix

Nichols eignaðist soninn Theo 1. desember 2021. Drengurinn er orðinn átta mánaða og faðirinn hefur ekki ennþá reynt að hitta hann. Nichols stefndi Thompson í júní 2021 þegar hún var ólétt. Thompson neitaði að hann væri faðir barnsins og fór fram á DNA próf. Faðernisprófið sannaði að hann væri faðir drengsins. 

Þessi ólétta setti allt í uppnám í lífi Thompson því á sama tíma og hann barnaði Nichols átti hann í ástarsambandi við raunveruleikastjörnuna Khloé Kardashian.

Thompson og Kardashian fengu staðgöngumóðir til þess að ganga með barn fyrir sig sem kom í heiminn á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda