Rakel og Garðar eiga von á barni

Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eiga von á barni.
Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Söngparið Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eiga von á sínu fyrsta barni. Rakel greinir frá gleðifréttunum á Instagram, en Bubbi Morthens vissi fyrstur manna að Rakel bæri barn undir belti. 

Rakel fer með hlutverk í leikritinu Níu líf og túlkar þar Bubba Morthens á unglingsárunum. „Litli laumufarþeginn hefur, nú þegar, leikið Bubba Morthens með mömmu sinni í leikhúsinu og tekið þátt í trylltu dansleikhúsi með Kristjáni Ingimarssyni í Room 4.1. En mamman hefur nú tekið ákvörðun um að stíga út úr 9 líf og einbeita sér að því að taka á móti „9“ lífi,“ skrifar Rakel á Instagram. 

Von er á litla krílinu í febrúar á næsta ári.

„Til gamans má geta að elsku Bubbi, með sinni næmni, tjáði mér skömmu fyrir daginn örlagaríka að ég ætti von á barni og var því fyrstur til að flytja mér fréttirnar. Dálítið táknrænt,“ skrifar Rakel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda