Olivia Wilde blæs á þá gagnrýni að hún verji engum tíma með börnunum sínum tveimur, Daisy og Otis sem eru fimm og átta ára sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Jason Sudeikis.
„Þegar fólk sér mig án barnanna þá fæ ég alltaf einhverja gagnrýni. Ég hef aldrei séð slík viðbrögð þegar karlmenn eiga í hlut. En ef karlmaður sést með barninu sínu þá er hann umsvifalaust sleginn til riddara,“ segir Wilde í viðtali við Variety.
„Ég valdi að verða leikkona og ákvað að vera í sviðsljósinu. En börnin mín völdu það ekki. Það særir mann mjög þegar börnin eru dregin inn í þetta.
Heimildarmenn segja að Wilde vilji einbeita sér að því sem er börnunum fyrir bestu. Hún og Sudeikis talist ekki við en hafi milligöngumann sem sér um öll samskipti þeirra á milli hvað börnin varðar. Þó að Wilde sé sár hvernig Sudeikis hefur hagað sér í skilnaðinum þá vill hún samt að börnin fái að vera með föður sínum eins mikið og mögulegt er. Hún vonast til þess að hægt sé að komast að samkomulagi hvað framtíðar búsetu barnanna varðar.