Gagnrýnd þegar hún er ekki með börnin

Olivia Wilde á tvö börn.
Olivia Wilde á tvö börn. ANGELA WEISS

Olivia Wilde blæs á þá gagnrýni að hún verji engum tíma með börnunum sínum tveimur, Daisy og Otis sem eru fimm og átta ára sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Jason Sudeikis.

„Þegar fólk sér mig án barnanna þá fæ ég alltaf einhverja gagnrýni. Ég hef aldrei séð slík viðbrögð þegar karlmenn eiga í hlut. En ef karlmaður sést með barninu sínu þá er hann umsvifalaust sleginn til riddara,“ segir Wilde í viðtali við Variety.

Wilde er nú í leyfi frá störfum til þess að verja tíma sínum með börnunum. 
„Mér varð það ljóst að í ár væri tíminn til þess að vera heima með börnunum. Það að vera á kvikmyndatökustað tekur mikið frá manni og maður verður að hafa ákveðið jafnvægi á hlutunum. Ég þurfti að pása og helga mér börnunum þegar þau eru hjá mér. Börnin eru heimur minn og mínir bestu vinir.“
Wilde minnist á það þegar Sudeikis lét afhenda henni pappíra vegna forræðismáls þeirra uppi á sviði fyrir framan alþjóð. Wilde hyggst flytja með börnin til Englands en Sudeikis vill það ekki. 
„Þau einu sem særðust voru börnin mín. Þau þurfa að horfa upp á þetta og ættu í raun aldrei að þurfa að vita að þetta gerðist. Þetta var til skammar en fórnarlömbin voru átta og fimm ára barn. Það er mjög sorglegt.“

„Ég valdi að verða leikkona og ákvað að vera í sviðsljósinu. En börnin mín völdu það ekki. Það særir mann mjög þegar börnin eru dregin inn í þetta.

Heimildarmenn segja að Wilde vilji einbeita sér að því sem er börnunum fyrir bestu. Hún og Sudeikis talist ekki við en hafi milligöngumann sem sér um öll samskipti þeirra á milli hvað börnin varðar. Þó að Wilde sé sár hvernig Sudeikis hefur hagað sér í skilnaðinum þá vill hún samt að börnin fái að vera með föður sínum eins mikið og mögulegt er. Hún vonast til þess að hægt sé að komast að samkomulagi hvað framtíðar búsetu barnanna varðar.

Wilde var færð stefna upp á sviði og olli það …
Wilde var færð stefna upp á sviði og olli það miklu fjaðrafoki. AFP
Olivia Wilde og eiginmaður hennar Jason Sudeikis meðan allt lék …
Olivia Wilde og eiginmaður hennar Jason Sudeikis meðan allt lék í lyndi. Nú talast þau ekki við. AFP
Harry Styles og Olivia Wilde eiga í eldheitu ástarsambandi.
Harry Styles og Olivia Wilde eiga í eldheitu ástarsambandi. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda