Love Island-stjarna á von á barni

Amy Hart og Sam Rason.
Amy Hart og Sam Rason. skjáskot/Instagram

Love Island-stjarnan Amy Hart á von á barni með kærasta sínum Sam Rason. Hart tilkynnti það í þættinum Loose Women og deildi svo fréttunum á Instagram. Hart er 30 ára og þetta er þeirra fyrsta barn.

Hart er með fjölskyldusjúkdóm sem veldur því að konur í hennar fjölskyldu fara snemma á breytingarskeiðið. Þegar hún var 27 ára ákvað hún að fara í eggheimtu og frysta egg til að eiga möguleikann á því að eignast barn í framtíðinni. Henni tókst að frysta 12 egg, hún sagði í viðtali við Good Morning Britain að ef hún gæti ekki notað þau myndi hún gefa þau. 

Í tilkynningunni frá Hart kemur fram að parið hafi ekki notað frosið egg til að verða þunguð í þetta skiptið. Hún segir að smáforrit sem hún notar til að fylgjast með tíðarhringnum hafi sagt að hún væri á öruggu tímabili og ólíkleg til að vera ólétt. Það virðist sem að smáforritið hafi haft rangt fyrir sér en þau urðu óvænt þunguð á gamla mátann. 

„Ég hef vitað að ég vilji verða mamma frá því að ég var barn. Ég var í þeirri stöðu að geta fryst eggin mín. Ég hugsaði að ef það gæti hjálpað mér þá sakar ekki að reyna,“ sagði Hart. Hún sagði jafnframt að hún áttaði sig á því að þó hún ætti til egg væri ekki gulltryggt að þau yrðu að barni.

View this post on Instagram

A post shared by Amy Hart (@amyhartxo)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda