Fyrirsætan Ashley Graham sýndi slitförin stolt á VMA-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles í Bandaríkjunum á sunnudag.
Graham slitnaði mikið á kviðnum á báðum meðgöngum, en hún á þrjá syni með eiginmanni sínum. Kjólinn er frá Houghton by Katharine Pole og hefur vakið mikla athygli. Svartur millisíður kjóll með silfur aukahlutum sem eru þó í miklu aðal hlutverki.
Fyrirsætan hefur aldrei reynt að fela slitförin og hefur verið leiðandi í heimi ríka og fræga fólksins þegar kemur að líkamsvirðingu.