„Foreldrahlutverkið er ekki vinsældakeppni“

Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir.
Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir starfar sem markaðs- og vörumerkjastjóri hjá Innes. Hún á eina dóttur og tvær stjúpdætur og á von á dreng í næsta mánuði. Hún segir að hreinskilni og öryggi séu það mikilvægasta fyrir börnin. Þetta eru hennar helstu uppeldisráð. 

Fimm uppeldisráð Jóhönnu Ýrar

1. Foreldrahlutverkið er ekki vinsældakeppni. Það snýst um að veita börnum öryggi, leiðbeina og vera til staðar.

2. Börn læra það sem fyrir þeim er haft, vertu sannur þinum gildum í samskiptum og hegðun. Ef þú ert samkvæmur sjálfum/sjálfri þér þá smitar það til barnsins.

3. Þú spillir ekki barni með of mikilli ást og kærleik.

4. Gerðu þitt besta hverju sinni, það er enginn fullkominn. Það missa allir stjórn á skapi eða segja eitthvað sem þeir hefðu viljað látið ósagt. Þá er mikilvægt að tala um það og leiðrétta. Við erum öll mannleg.

5. Stöðugleiki og staðfesta, vera samkvæmur sjálfum sér. Ekki segja eitt einn daginn og annað næsta (nema auðvitað ef farið var með rangt mál). Börn skynja alveg ef að þú stendur ekki við það sem þú segir eða gerir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda