Lúðvík litli, yngsti sonur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu, á erfitt með að skilja að langamma hans, Elísabet II. Bretadrottning sé látin. Lúðvík litli er bara fjögurra ára og spyr enn hvort það sé ekki hægt að spila ákveðin spil þegar þau fara næst til Balmoral-kastala.
Katrín ræddi við David Hurley, landshöfðingi í Ástralíu, um börnin og andlát langömmu þeirra í Buckinghamhöll á laugardag. Hurley sagði stuttlega frá samtalinu í viðtali við Daily Mail í vikunni.
Hurley sagði að Katrín hefði sagt að eldri börnin væru farin að meðtaka andlátið og að Georg prins væri farinn að skilja hversu mikilvæg langamma hans var. Georg og Karlotta tóku svo þátt í útförinni og gengu á eftir kistunni í Westminster Abbey.