Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og Anna Bergljót Gunnarsdóttir, nýdoktor í efnafræði við Háskóla Íslands, eiga von á barni saman. Parið greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.
„Sitthvað að bakast og allt eins og það á að vera. Stúlkubarn væntanlegt um miðjan janúar,“ skrifa þau Jóhann og Anna við myndirnar, en þar má sjá ólétta Önnu Bergljótu og nýbakaða pítsu.
Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju!