Sökuð um að ofþjálfa börnin sín

Jesse James Decker birti mynd af börnunum sínum þremur, en …
Jesse James Decker birti mynd af börnunum sínum þremur, en íþróttalegt vaxtarlag þeirra varð fyrir barðinu á nettröllum. Samsett mynd

Nýverið birti söngkonan Jesse James Decker mynd af börnunum sínum þremur þar sem þau voru stödd á ströndinni í Mexíkó. Hana óraði ekki fyrir þeim viðbrögðum sem hún átti eftir að fá við myndinni þar sem netverjar hikuðu ekki við að gagnrýna líkama barna hennar sem eru 4, 7 og 8 ára gömul. 

Þó margir hafi dáðst að börnum söngkonunnar voru þó nokkrir sem gagnrýndu myndina og sögðu líkamsbyggingu barna hennar vera „furðulega“. Þá var hún einnig sökuð um að ofþjálfa börnin sín og andstæðu þess, að setja magavöðva á þau í myndvinnsluforriti. 

Eftir að hafa svarað þó nokkrum ummælum birti hún nýja færslu þar sem hún segist ekki hafa getað ímyndað sér þá gagnrýni og viðbrögð sem hún hefði fengið þegar hún ákvað að deila mynd af börnum sínum frá fjölskyldufríi þeirra. 

Hefur sjálf glímt við eigin líkamsímynd

„Þetta er sorglegur heimur sem við lifum í þegar það er orðið „skrýtið“ að eiga heilbrigð börn sem eru virk, stunda íþróttir og byggja upp vöðva náttúrulega,“ skrifaði söngkonan, en hún segir ummælin hafa opnað augu sín fyrir því hve brenglaður heimur okkar er orðinn þegar kemur að líkömum og hvað sé eðlilegt og hvað ekki. 

Decker hefur áður opnað sig um eigin vandamál tengd líkamsímynd og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsímynd á heimili sínu. Hún vill ala börnin sín upp svo þau geti verið stolt af líkömum sínum. Dóttir hennar æfir fimleika af kappi á meðan eldri sonur hennar vill verða NFL-leikmaður eins og pabbi hans, Eric Decker. Sá yngsti er einnig virkur eins og systkini hans og dansar eins og enginn sé morgundagurinn. 

Hjónin Eric og Jesse James Decker ásamt börnunum sínum.
Hjónin Eric og Jesse James Decker ásamt börnunum sínum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda