Öllu tjaldað til í glæsilegu steypiboði

Molly Mae hélt glæsilega barnasturtu síðastliðinn sunnudag.
Molly Mae hélt glæsilega barnasturtu síðastliðinn sunnudag. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan Molly-Mae Hauge gaf fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram innsýn í glæsilegt steypiboð sem hún hélt síðastliðinn sunnudag. Hauge á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Tommy Fury, og fagnaði því svo sannarlega með stæl. 

Hauge og Fury kynntust í raunveruleikaþáttunum Love Island, en þau höfnuðu í öðru sæti í fimmtu þáttaröð. Í september tilkynnti parið að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. 

Ótrúlegar blómaskreytingar

Öllu var tjaldað til í steypiboðinu, en þar voru glæsilegar blómaskreytingar í hverju horni, lifandi tónlist og gómsætar kræsingar. Hauge byrjaði daginn á því að fara í förðun og hárgreiðslu áður en hún mætti í veisluna sem var haldin á veitingastað í Manchester í Englandi. 

Þegar gestirnir gengu inn í veislusalinn tóku á móti þeim glæsilegar skreytingar, en þemað var líklega hvítt þar sem allar skreytingar voru hvítar og gestir langflestir í hvítum fatnaði. 

Skjáskot/Instagram

Borðin í salnum voru skreytt með ótal hvítum kertum sem sköpuðu afar notalega stemningu. Fallegur matseðill skreyttur skýjum var við hvern stól, en á boðstólum voru japanskir og mexíkóskir réttir. 

Þá var einnig boðið upp á ís og franskar makkarónur, en eftirréttavagni hafði verið komið fyrir í salnum.

Skjáskot/Instagram

Gjafir frá Hermès og Chanel

Að steypiboðinu loknu fóru Hauge og Fury heim hlaðin gjöfum, en af myndinni að dæma eru gjafirnar ekki af verri gerðinni og koma meðal annars frá tískuhúsum á borð við Hermès, Chanel og Jo Malone. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda