„Loksins byrjuð að fá orku aftur“

Kourtney Kardashian segist loksins vera farin að fá orkuna sína …
Kourtney Kardashian segist loksins vera farin að fá orkuna sína aftur, tíu mánuðum eftir að hafa hætt í tæknifrjóvgunarmeðferð. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian hefur talað opinskátt um tæknifrjóvgunarferli sitt, en rúmir tíu mánuðir eru liðnir frá því að hún hætti í meðferðinni og hún segist „loksins byrjuð að fá orku aftur.“

Kourtney segir tæknifrjóvgunina hafa reynt mikið á heilsu sína, bæði líkamlega og andlega. Fram kemur á vef Page Six að þær hafi meðal annars valdið þyngdaraukningu og tíðarhvörfum hjá Kourtney. 

„Loksins byrjuð að fá orkuna mína aftur tíu mánuðum eftir glasafrjóvgunina, fyrir alla aðra sem eru að fara í gegnum þetta, þá lagast þetta,“ skrifaði Kourtney við mynd af sér á æfingu, en hún virðist vera farin að hafa orku til að hlaupa á ný. 

Kourtney tók mynd á hlaupabrettinu og fagnaði því að vera …
Kourtney tók mynd á hlaupabrettinu og fagnaði því að vera að fá orkuna sína á ný. Skjáskot/Instagram

Kourtney og eiginmaður hennar, Travis Barker, gengu í það heilaga í maí síðastliðnum eftir að hafa verið saman í rúmt ár. Þau vildu ólm stækka fjölskyldu sína, en þau eiga fyrir fimm börn, Travis á son og dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni og Kourtney á tvo syni og eina dóttur með fyrrverandi kærasta sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda