Földu óléttuna í 8 mánuði

Hulda Vigdísardóttir verður móðir á nýju ári.
Hulda Vigdísardóttir verður móðir á nýju ári. Ljósmynd/Aðsend

Fegurðardrottningin og doktorsneminn Hulda Vigdísardóttir og kærasti hennar, flugmaður­inn Birg­ir Örn Sig­ur­jóns­son, eiga von á sínu fyrsta barni í lok janúar eða byrjun febrúar. Parið hefur falið óléttuna allt þetta ár, en greindi frá tíðindunum á jóladag. 

„Ég hef verið á stöðugu flakki og ekki ferðast einsömul um heiminn síðan í maí en við vissum strax af litlu döðlunni okkar þá. Nú er jóladagur og tími til kominn að heimurinn fái að vita af litla krílinu líka sem við hlökkum svo mikið til að fá loks í fangið eftir nokkrar vikur,“ skrifar Hulda á Instagram. 

Hulda hefur tekið þátt í fegurðarkeppnunm undanfarin ár. Á þessu ári tók hún þátt í World Top Model og hreppti 2. sætið og á síðasta ári keppti hún í Miss Multiverse og lenti þar í 5. sæti. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda