Eignaðist 5 börn með 5 konum árið 2022

Nick Cannon eignaðist fjögur börn með fjórum konum á árinu.
Nick Cannon eignaðist fjögur börn með fjórum konum á árinu. AFP

Bandaríski skemmtikrafturinn Nick Cannon var duglegri en flestir að eignast börn árið 2022. Alls eignaðist hann fimm börn með fimm konum. Er hann nú orðinn tólf barna faðir

Legendary Love

Fyrsta barn Cannons kom í heiminn í júlí 2022. Bre Tiese fæddi honum dreng sem fékk nafnið Legendary Love Cannon. Er hann númer átta í röðinni af börnum Cannons.

Onyx Ice

Næst fæddist stúlkan Onyx Ice Cole Cannon. Fyrirsætan LaNisha Cole fæddi hana hinn 15. september. Onyx Ice er níunda barn pabba síns.

Rise Messiah

Aðeins 15 dögum seinna bættist tíunda barnið í hópinn. Það var sonurinn Rise Messiah sem Brittany Bell fæddi honum, en drengurinn litli er þriðja barn foreldra sinna saman.

Beautiful Day

Hinn 11. nóvember fæddist svo stúlkan Beautiful Day. Er hún númer ellefu í röðinni. Móðir hennar er Abby De La Rosa.

Halo Marie

Cannon tilkynnti í gær að honum og Alyssu Scott hefði fæðst stúlka hinn 14. desember síðastliðinn. Hefur hún fengið nafnið Halo Marie. Rúmlega ár er liðið síðan Cannon og Scott misstu þá fimm mánaða gamlan son sinn úr krabbameini. Halo litla er tólfta barn Cannons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda