Handboltamaðurinn og handboltaþjálfarinn Guðjón Valur Sigurðsson er orðinn afi. Frumburður hans og Guðbjargar Þóru Þorsteinsdóttur, Ína Guðjónsdóttir og unnusti hennar Ari Friðfinnsson eignuðust stúlku hinn 21. desember.
Stúlkan litla er fyrsta barn foreldra sinna og sömuleiðis fyrsta barnabarn Guðjóns Vals og Guðbjargar Þóru.
Guðjón Valur er um þessar mundir þjálfari karlaliðs Gummersbach sem leikur í 1. deildinni í Þýskalandi.
Barnavefurinn óskar þeim öllum til hamingju með litlu stúlkuna!