Kim Kardashian segist ekki útiloka frekari barneignir en hún á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Kanye West. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþætti Goop þar sem Kardashian var gestur.
Kardashian var spurð hvort hún gæti hugsað sér að giftast aftur í framtíðinni. Kardashian játaði að halda í vonina um að fjórða hjónabandið yrði farsælt.
„Í hreinskilni sagt þá finnst mér síðasta hjónaband mitt vera mitt fyrsta alvöru. Fyrst þegar ég gekk í hjónaband þá vissi ég varla hvað var að gerast. Annað hjónabandið, þá fannst mér mig langa að vera gift því allir vinir mínir voru á þeim stað í lífinu.“
Kardashian segist þó ánægð með að vera einhleyp.
„Ég mun gefa mér góðan tíma. Mig langar að vera einhleyp í nokkur ár.“
„Ég vil hjónaband en ég er mjög ánægð með að fara hægt í sakirnar. Ég er á góðu róli núna og á systur og vinkonur sem eru á sama stað. Það er góð tilfinning og gaman,“ segir Kardashian.
Um barneignir segir hún ætla að taka þá ákvörðun þegar hún hefur kynnst hinum eina rétta.
„Ég þyrfti að hafa einhvern í mínu lífi til þess að geta tekið þá ákvörðun.“
„Að frysta fósturvísa er rökrétta leiðin. Hvað sem svo gerist, gerist.“