Tónlistarkonan Jessie J deildi nýverið þeim gleðifregnum með aðdáendum sínum að hún væri ófrísk á ný. Rúmt ár er liðið frá því hún missti fóstur.
Jessie hefur talað opinskátt um ófrjósemisvanda sinn, en hún var greind með endómetríósu árið 2014. Þá hefur hún einnig verið opin varðandi fósturmissinn, en hún deildi tilfinningaþungri færslu í nóvember 2021 á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greindi frá missinum.
Í færslunni sagðist Jessie hafa ákveðið að eignast barn upp á eigin spýtur þar sem hana hafi alltaf langað til þess. „Það að verða ófrísk er kraftaverk og reynsla sem ég mun aldrei gleyma. Ég veit að ég fæ að upplifa það aftur,“ skrifaði hún við tilkynninguna.
Instagram-reikningur tónlistarkonunnar fylltist af hamingjuóskum þegar hún deildi fallegum myndskeiði með fylgjendum sínum þar sem hún sýndi stuttar klippur meðal annars af jákvæðu óléttuprófi og stækkandi óléttukúlu.
„Ég er svo ánægð en á sama tíma skelfingu lostin við að deila þessu loksins.
Á meðan Jessie sagðist vera yfir sig ánægð að deila loksins fréttunum. „Vinsamlegast verið blíð við mig,“ skrifaði tónlistarkonan við færsluna.